Hvernig lést maðurinn, mbl?

Í fyrirsögninni kemur fram að maðurinn hafi látist af völdum áverka en í fréttinni sjálfri er sagt að maðurinn hafi verið með áverka af mannavöldum, en ekkert er talað um hvort þeir hafi dregið hann til dauða.  Ennfremur kemur fram að dánarorsök liggji ekki fyrir og því er heldur óvarlega farið með sannleikann í þessari fyrirsögn ykkar.  Í guðanna bænum, reynið að vanda ykkur!  Þetta er ykkur alls ekki til sóma.
mbl.is Lést af völdum áverka
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekkert að þessari frétt. Það er alveg hægt að vera viss um að hann hafi dáið af völdum áverka þó þeir viti ekki nákvæmlega hvað það var sem drap hann. T.d. dó hann vegna innvortis blæðinga eða af völdum heilaskaða. Þrátt fyrir það geta þeir alveg fullyrt að hann dó af völdum barsmíða en ekki krabbameins til dæmis...

Hákon G. Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þegar þú beinir spjótum þínum að mbl.is og biður um að þeir vandi sig frekar í fréttaflutningi sínum verð ég að biðja þig sjálfann að vanda þig aðeins.

Þú segir réttilega að í fyrirsögninni segi að hann hafi látist að völdum áverka. Svo er farið dýpra í málið í fréttinni sjálfri. Þar segir að hann hafi haft áverka af mannavöldum.Menn í stöðu rannsóknaraðila geta ekki hoppað á það fyrsta og augljósa án þess að fyrir liggi nákvæm krufning.

Þú óskar eftir því að blaðamenn klippi þetta út í pappírslíkann fyrir þig og segi líka að  hann hafi látist af mannavöldum og leysi því málið bara einn tveir og bingó...Segir það sig ekki sjálft að maðurinn hafi dáið akkúrat af þessum sömu áverkum sem voru af mannavöldum ? þó svo að möguleikinn sé óneitanlega til staðar að hann hafi fengið áverka af mannavöldum og svo orðið sér útum aðra áverka sem drógu hann til dauða. En til þess eru okkar útgáfa af CSI mönnum að störfum. 

Stefán Þór Steindórsson, 10.11.2008 kl. 13:55

3 identicon

Ekki má gleyma því að þetta mál er enn í rannsókn.  Fyrir utan það að öll lögreglumál eru í eðli sínu trúnaðarmál þá er aldrei farið út í smáatriði um hluti líkt og dánarorsök að þessu stigi mála!  Fólk hefur verið sett í gærsluvarðhald og því augljóst að engin játning liggur fyrir - því verður þú að bíða lengur til að svala forvitni þinni um hvernig önnur manneskja var - að öllum líkindum myrt. 

Það er kannski búið að sýna svona aðeins og oft í sjónvarpi og kvikmyndum til seinni ára en slíkur atburður er ekki talin til SKEMMTIEFNIS og DÆGRARSTUNDAR fyrir almúgan!!!

T. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Eitthvað hefur það farið fyrir brjóstið á mbl.is mönnum að fólk tjáði sig um þetta og því búið að fella út tengingu við blogfærslur vegna fréttarinnar og þann möguleika að blogga um fréttina hér eftir. 

Stefán Þór Steindórsson, 10.11.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband