Niðurstöður kosninganna í Reykjavík

Til hamingju Reykjavík með góða kosningu Besta flokksins, það er nokkuð ljóst að 34,7% Reykvíkinga eru Best[1]

„Eða virkilega vitlaus“ hugsaði ég með mér. Þessi niðurstaða kosninganna er eitt stórt „fuck you“ á hið ráðandi kerfi. Og ég get ekki varist þeirri hugsun, að hugsanlega kemur maður til með að setjast í borgarstjórastólinn sem hefur aldrei komið nálægt stjórnmálum, hefur ekki hundsvit á því að reka fyrirtæki, hvað þá heila borg. Ég er hræddur við þá óvissu sem framundan er. Eina hugmyndin sem hann hafði um auknar tekjur var að setja á stofn hvítflibba fangelsi. Hann skilur ekki einu sinni skiptingu verka milli ríkis og sveitastjórnar. En hann ætlar að nýta sér sérfræðingana til að leiðbeina sér.  Til hvers erum við þá eiginlega að kjósa fólk til að stjórna? Til að fá greitt fyrir að nýta sér sérfræðikunnáttu starfsmanna borgarinnar, til að taka ákvarðanir sem það hefði annars ekki nokkra þekkingu til að taka? Getum við þá ekki bara látið sérfræðingunum málið eftir og sleppt því að kjósa? Ef Reykjavík væri fyrirtækið okkar, og við ættum að ráða hæfasta einstaklinginn til starfans, tókst okkur þá vel til?

Það er algjörlega fráleitt í mínum huga að Hanna Birna láti Jóni Gnarr borgarstjórastólinn eftir. Hún hefur verið farsæll borgarstjóri, og kannanir sýndu að flestir vildu að hún héldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningar.

Það kæmir mér verulega á óvart ef Dagur B. Eggertsson myndi starfa með Jóni sem borgarstjóra. Dagur ætlar sér stóra hluti og er varaformaður síns flokks. Hann varð borgarstjóri, þegar Samfylking, VG, Framsókn og Frjálslyndir mynduðu meirihluta og er líklega ekki tilbúinn að gefa forystuhlutverk sitt eftir svo glatt. Dagur gerði hins vegar regin mistök þegar hann lýsti því yfir að hann myndi helst ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum. Hann getur ekki gengið á bak þeirra orða. Hann hefur líklega ekki séð fyrir sér að Besti flokkurinn fengi þetta gríðarlega fylgi upp úr kössunum, sem svo raunin varð.

Þá er enginn eftir nema Sóley Tómasdóttir, oddviti VG. En eins og Jón Valur Gestsson, bloggari, bendir á, þá fer ekki mikið fyrir mannkostunum:

...hún er of heilög að eigin áliti til að vinna með Sjálfstæðisflokknum; en aðferðirnar til að ná völdum í flokki sínum voru engu heilagari en hjá ýmsum öðrum framapoturum. Hún f(é)kk fólk, m.a. "hlutlausan" álitsspeking, Silju Báru Ómarsdóttur, til að fara með atkvæðaseðla heim til annarra í öfgahreyfingunni, jafnvel þótt aðrir frambjóðendur teldu slíkt ólöglegt, og hún skrifaði meðmæli með sjálfri sér, sem yfirlýsingu frá Femínistafélaginu, og bað ráðandi konur þar að birta hana ... bara ekki upplýsa um, að textinn væri hennar sjálfrar!

Ljóst er að Besti flokkurinn fékk mikið af atkvæðum sínum frá VG. Miðað við það hlýtur einhver samhljómur að vera hjá kjósendum þessara flokka. Þeir eru því örugglega virkilega sáttir með grínista og öfgafullan femínista, holdgerving Bjarnfreðar, við stjórnvölin hjá Reykjaíkurborg.

Verði okkur öllum að góðu!

[1] Jón Ágúst Guðmundsson (Smettisskruddustaða)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband