Afstæðni stjórnmálanna

Það er ávallt gaman af því þegar menn í flokki lista eru á öndverðum meiði um skoðanir sem teljast til stórra málefna, eftir því hvort menn eru í lands- eða sveitarstjórn. Dagur B. Eggertsson hefur auglýst atvinnuskapandi stefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í Reykjavík. Á sama tíma birtist viðtal við Árna Pál, flokksbróður Dags, þar sem hann segir að óhjákvæmilegt sé að fækka störfum í almannatryggingakerfinu.[1] Menn tala í báðar áttir þar á bæ, sem endranær.

Vinstri Grænir eru eitthvað á báðum áttum í Grindavík, þegar kemur að kvótakerfinu. Svokölluð fyrningarleið hefur verið á dagskrá hjá VG í landstjórninni[2], en oddviti flokksins í Grindavík, Garðar Páll Vignisson, virðist vera á öndverðum meiði við aðra í flokknum, því í viðtali við vf.is segir hann: „Við skulum orða það þannig að hjá pólitíkusum og sjávarútvegsfyrirtækjunum í Grindavík er bara eitt markmið og það er að tryggja að kvótinn verði áfram í Grindavík. Alveg sama hvernig, bara að kvótinn verði áfram hér í Grindavík“.

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld, 26. maí 2010, er sagt frá því að oddvitar allra framboða í Fjarðarbyggð telja uppbyggingu álversins á Reyðarfirði hafa verið til góðs. Augljóslega er enginn samhljómur með oddvitunum þar og þeim sem stjórna landinu nú.

Flestir eru því sammála, að miðstýring er slæm. Við það færist valdið frá fólkinu og til klíku sem telur sig vita hvað sé öllum fyrir bestu. En af einhverjum ástæðum vill Samfylkingin færa valdið fjær borgurunum til stofnanaræðis Evrópusambandsins, sem veit líklega betur en Íslendingar hvað þeim sjálfum er fyrir bestu.


[1] Amx.is benti fyrst á þetta, en því miður fann ég tengilinn ekki.

[2] Þar virðist þetta reyndar einungis vera innantómt hjal, enda er farið að renna upp fyrir mönnum alvarleiki slíks gjörnings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband