Hvernig ætli það sé að standa í fyrirtækjarekstri, og þurfa sífellt að hafa áhyggjur af því hvort ríkið eða sveitarfélagið komið þér til bjargar? Að þurfa í sífellu að betla peninga frá hinu opinbera? Peninga sem fengnir eru frá skattgreiðendum, annaðhvort í formi skatta, eða með peningaprentun, sem þá leggst sem óbeinir skattar á almenning í formi verðbólgu.
Tónlistarkennarar standa í verkfalli um þessar mundir, og til að fá einhverja samúð (því megnið af henni virðist lenda hjá læknunum, sem eiga í kjarabaráttu á sama tíma), er rokið í fjölmiðla og því lýst yfir að ef ekki fáist meira fé frá hinu opinbera, vofir gjaldþrot yfir tónlistarskólum.
Það er nefnilega það. Og auðvitað eiga hinir samviskusömu stjórnmálamenn að rjúka til, þegar menningarelítugrátkórinn byrjar. Auðvitað munar hverjum og einum manni lítið um nokkra hundraðkalla, en það er alveg sjálfsagt að hirða þá af honum til að fjármagna listamenn framtíðarinnar, því skapandi listir gefa svo mikið af sér. Sumir telja jafnvel, að fyrir hverja eina krónu sem sett er í kvikmyndir, komi tvær til baka. Skrítið að við skulum bara ekki leggja allt okkar fé til kvikmyndagerðar og verða þannig ríkasta þjóð heims áður en við vitum af.
Hvaða sérstöku rök liggja á bak við þær ákvarðanir að ríkið, eða sveitarfélögin, þurfi að koma nálægt rekstri tónlistarskóla? Afhverju á Jói verkamaður að borga undir tónlistarkennslu dóttur Sigga sjómanns? Hvaða réttlæti er fólgið í því?
Sjá ekki allir, að ef skattar myndur lækka, og fólk hefði meira milli handanna, gæti hver sem er leyft sér að senda börn sín í tónlistarnám, ef þeim sýndist svo? Það þarf engan millilið, eins og hið opinbera til þess. Enda sótti ég gjarnan píanótíma hjá einyrkjum á minni tíð, og undi mér ágætlega. Og þá var ekki verið að hafa miklar áhyggjur af aðkomu ríkisins.
Hættum þessum fáránlegu millifærslum, til íþróttafélaga, til tónlistarkennslu o.s.frv. Lækkum skatta og leyfum fólki að taka ákvarðanir fyrir sig sjálft án aðkomu ríkisvaldsins. Tónlistarskólar munu ekki leggjast af, og það verða ekki bara hinir efnuðu sem kæmu til með að hafa efni á tónlistarnámi fyrir börnin sín. Ríkið er meinsemdin, og veldur því að tónlistarnám er dýrara en það þyrfti að vera. Ríkið er aldrei bjargvættur, líkt og margir telja sér trú um.
Bloggar | 17.11.2014 | 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jeff Deist, fyrrum liðsmaður Ron Paul, og núverandi starfsmaður Mises stofnunarinnar í Bandaríkjunum hélt ræðu á fundi sem bar heitið "Society Without the State" (Samfélag án ríkisvaldsins). Ræðan var svo birt, í styttri útgáfu á vef Mises stofnunarinnar. Ég ákvað að þýða hana lauslega.
Deist lýtur framtíðin björtum augum, og telur ástæðu fyrir frjálshyggjumenn að vera bjartsýna. Einhver bjartsýnasti frjálshyggjumaðurinn, að mati Deist, var Murray Rothbard. Hann var hamingjusamur fræðimaður sem var mjög áhugasamur og ákafur um byltingu hugmynda frjálshyggjunnar, því hann skildi að frelsi væri eina leiðin til að skipuleggja samfélagið í samræmi við mannlegt eðli og mannlega hegðun.
Og það var þessi bjartýni, þessi óbilandi trú á því að við (frjálshyggjumenn) hefðum rétt fyrir okkur og að miðstýringarsinnarnir rangt fyrir sér, sem varð þess valdandi að hann skrifaði gríðarlegt magn verka til varnar einstaklingsfrelsi. Rothbard leit á hugmyndir sínar sem raunsæjar, en ekki óraunhæfar eða útópískar. Það var fyrst og fremst þessi útópíska sýn, sú trú manna að til væri hægt að búa til fyrirmyndarríkið, sem gat af sér alla einræðisherra síðustu aldar (sem enn sér auðvitað ekki fyrir endan á) og margar af þeim styrjöldum sem háðar voru, að hans mati.
En fyrst og fremst skildi Rothbard að hinir sönnu fyrirmyndarríkjasinnar (þeir sem halda að hægt sé að skapa fyrirmyndarríki, eða útópíu) eru miðstýringarmennirnir sem standa í þeirri trú að þeir geti sigrast á mannlegu eðli og stjórnað mannlegum leikendum efnahagslífsins líkt og um búfénað væri að ræða, eða með orðum Rothbard; "Sá maður sem lætur allar byssur og ákvarðanatökuvald í hendur ríkisstjórnarinnar og segir valdhöfunum svo að hafa stjórn á sér; það er hann sem sannarlega er óraunhæfur fyrirmyndarríkjasinni." (e. The man who puts all the guns and all the decision-making power into the hand of the government and then says, Limit yourself; it is he who is truly the impractical utopian.) Rothbard taldi að heimurinn yrði betri ef hugmyndir frjálshyggjunnar væru í hávegum hafðar, en hann yrði þó alls ekki fullkominn. En á sama tíma og bylting okkar er svo sannarlega vitsmunaleg, þá er hún jafnframt bjartsýn og raunhæf.
Allir frjálshyggjumenn hafa kynnst því að frjálshyggjan sé talin óraunhæf af öðru fólki. Það er eitt að skrifa og tala um kapítalisma án ríkis, en þannig samfélag væri óraunsætt og of gott til að vera satt.
En ef þú trúir því að ríkið sé skaðlegt, fremur en vel meinandi; ef þú trúir að ríkið ógni einstaklingsréttindum og eignarréttindum, frekar en að verja þau; ef þú trúir því að ríki dragi úr líkunum á friði og velmegun; ef þú trúir því að ríkið sé yfirhöfuð verkfæri sem leiðir einungis til slæmrar niðurstöðu, niðurstöðu sem gerir okkur öll verr sett, afhverju er óraunhæft að tala um útrýmingu þess?
Takið eftir að ásakanirnar um að vera óraunsæ, óraunhæf eða hugmyndafræði sem sé of góð til að geta gengið upp, er aldrei beitt þegar talað er um lækningar eða glæpaforvarnir. Enginn segir við þann sem rannsakar krabbamein að hann ætti að vera raunsærri, krabbamein og aðrir lífshættulegir sjúkdómar munu alltaf vera til. "Afhverju vinnurðu ekki frekar að því að minnka alvarleika kvefs?"
Enginn segir við rannsóknarlögreglumanninn að skipulögð glæpastarfsemi sé bara partur af mannlegu eðli og eitthvað sem við þurfum bara að sætta okkur við, því það er vonlaust að koma í veg fyrir hana. "Hugsanlega ættirðu bara að einbeita þér að stolnum hjólum."
Hvers vegna ættum við því að vera full eftirsjár vegna mistaka sem hafa ekki verið gerð, eða huglítil, eða minna en full bjartsýni í baráttu okkar gegn ríkinu. Við ættum nefnilega ekki að vera það. Líkt og rannsakendurnir báðir ættum við að vera áræðin, við ættum að vera bjartsýn og við ættum að vera kröftug í andstöðu okkar við ríksstjórnina. Við ættum að vera alveg jafn sannfærð um endanlega útkomu baráttu okkar.
Því við munum vinna. Ríkið, að minnsta kosti í núverandi mynd, er flýtur sofandi að feigðarósi vegna gríðarlegs fjárlagahalla sem orðinn er ósjálfbær.
Hagfræðingurinn Herbert Stein, sem vann náið með Nixon og Ford (fyrrum forsetum Bandaríkjanna), setti fram lögmál; "Ef eitthvað getur ekki gengið til eilífðar, þá mun það stöðvast." Það hljómar einfalt, en hann notaði það til að lýsa efnahagslegri þróun greiðslujöfnuðar (mismunur á því sem ríki selur og hvað það flytur inn). Hann vildi meina, að enga áætlun þyrfti til að stöðva eitthvað sem myndi einfaldlega stöðvast af sjálfsdáðum, þetta eitthvað verandi það sem ekki væri hægt að viðhalda til eilífðar. Og augljóslega getur bandarísku alríkisstjórninni, valdamestu stjórn heimsins, ekki verið viðhaldið, ef menn líta til fjárlagahallans. Það er einfaldlega engin leið út úr þeim ógöngum sem menn eru búnir að koma sér í.
Við erum ekki einungis að tala um 17 þúsund milljarða skuld ríkissjóðsins við lánadrottna sína. Við erum að tala um ósjálfbærni á mun stærri skala. Núvirði heildar framtíðartekna að frádregnu núvirði heildarskuldbindinga ríkissjóðs Bandaríkjanna, sýnir að bilið er nær því að vera 200 þúsund milljarðar!
Og verið viss um að það er enginn pólitískur vilji í Wahington til að skera niður í stærstu kostnaðarliðuum. Og það er heldur enginn vilji til að hækka skatta svo nokkru nemi, sem myndi hvort eð er ekki hjálpa. Stjórnmál munu ekki leysa þetta vandamál. Ríkisfjármálin verða ekki leiðrétt. Við munum ekki vaxa út úr þessu. Eina leiðin sem fær er, og gerir hlutina einungis alvarlegri, er að prenta peninga.
Það kann að hljóma fyndið, en þessi staða ætti að fylla okkur bjartsýni. Við vitum að núverandi ástand verður ekki framhaldið, og því munum við, hugsjónamenn frelsis, hafa gríðarlegt tækifæri til að benda á þetta og byrja að byggja upp til framtíðar. Við þurfum ekki að vinna undir þeirri tálsýn að allt muni ganga sinn vanagang, að kerfið muni komast í lag ef við betrumbætum það og kjósum rétta fólkið. Við getum verið heiðarleg og viðurkennt að lýðræði virkar ekki, og mun ekki virka. Og því fyrr, því betra. Við ættum að fagna þessum skilningi okkar, því að engar framfarir í átt til frelsis verða nema við skiljum þann raunveruleika sem við búum við og það vandamál sem við glímum við.
En það er jafnframt dýpri og ánægjulegri ástæða fyrir bjartsýni. Ríkið er ekki einungis ósjálfbært fjárhagslega, heldur jafnframt vitsmunalega. við ættum að vera full bjartsýni því við lifum á tímum, sem Hans-Hermann Hoppe (hagfræðingur) kallar "frá botni og uppúr" byltinguna (e. "bottom-up" revolution). Hún dregur nafn sitt af því að hún byrjar hjá einstaklingnum og er staðbundin. Jafnframt vegna þess að hún stólar á róttæka valddreifingu og flótta frá hinum pólitísku stofnunum. Ennfremur vegna þess að hún sniðgengur pólitík og hefðbundinn valdastrúktúr. Og síðast en ekki síst, vegna þess að hún sniðgengur ríkisskóla, hugsuði sem eru handgengnir núverandi ástandi og fjölmiðla, sem allir eru jafnframt handgengnir ríkinu og eru fremur hlynntir meiri miðstýringu en minni.
Ríkisstjórnir, og þær pólitísku stéttir sem stjórna þeim, standa andspænis ofbeldislausri byltingu hugmynda sem var óhugsandi fyrir tuttugu árum. Og þessi bylting mun hitta í hjartastað einu raunverulegu eign þessara ríkja; lögmæti þeirra í augum þeirra sem eru þeim handgengnir. Byltingin er byggð á upplýstum einstaklingum sem, í auknum mæli, þurfa ekki á pólitískum-, fræðilegum- eða vísindalegum elítum til að ráðskast með líf sitt. Hún er byggð á þeirri staðreynd að innlendar, jafnt sem alþjóðlegar, stjórnir hafa brugðist í leit sinni að lausn gríðarlegra kerfislægra vandamála, s.s. hungursneiðar, heilbrigðisþjónustu, orku og efnahagslegrar framþróunar. Byltingin er byggð á róttækri valddreifingu, bæði pólitískri og annarskonar, þvi fjölbreytni áhugamála einstaklinganna krefst þess bundinn sé endir á úrskurði sem koma ofanfrá, að bundinn sé endir kúgun 51% kjósendanna.
Þetta getur gerst, og þetta er að gerast, jafnvel án þess að samþykki eða skilningur á frelsi meðal meirihluta fólks sé nauðsynlegt. Fólkið sér með eigin augum að ríkið gengur ekki upp í núverandi mynd, og það fer því óhjákvæmilega að horfa í aðra átt.
Tækni skipar stóran sess í byltingunni. Tæknin hefur veitt okkur þann möguleika að finna þá sem hafa svipaðar skoðanir og við sjálf hvar sem er í heiminum, og til að bera saman gögn og það sem núverandi stjórnvöld hafast við. Tæknin hefur tekið einokun á markaði hugmyndanna frá hefðbundnum fjölmiðlum. Hún hefur lækkað kostnað við lærdóm og öflun þekkingar. Hún hefur bókstaflega fært megnið af þekkingu mannkyns að fingurgómum okkar! Stjórnvöld munu eiga í miklum vandræðum með að halda öllum þessum upplýsingum frá almenningi, að ekki sé minnst á frelsishugmyndina, sem er sífellt tengdari og fýsir betra líf.
Tannkremið er komið úr túbunni, ef við getum sagt sem svo. Til að undirstrika það ennfrekar; tækni er ekki hugmyndafræði. Og tækni er notuð af ríkisvaldinu, alveg með sama hætti og hún er notuð gegn því. Og tæknin getur aldrei breytt þeim grundvallarkostum sem við höfum val um; frelsi eða sameignarstefnu. Það er engin þriðja leið. Annað hvort munu manneskjur eigast við sjálfviljugar hvor við aðra, í gegnum borgaralegt samfélag og markaði, eða með því að nota kúgun í gegnum glæpi og stjórnvöld. Valið stendur á milli þess sama, hvort heldur er pólitískt eða efnahagslega.
En frjálst flæði og nánast ótakmarkað magn upplýsinga hefur gjörbreytt heiminum. Stjórnvöld tala gjarnan um lýðræði. En þau munu fá það óþvegið. Raunverulegt lýðræði, þar sem fólkið kemur til með að kjósa með fótunum, veskjunum og farsímunum, þvert á landamæri.
Ég er bjartsýnn að þessi alþjóðlega samþætting muni verða þyrnir í augum margra þjóðríkja, og þeirrar pólitísku elítu sem ræður ríkjum í hverju landi fyrir sig. Fólk er núna tengt i gegnum hugmyndir, gegnum áhugamál, gegnum sameiginleg gildi, gegnum viðskipti en ekki nauðsynlega vegna landfræðilegrar staðsetningar eða sameiginlegs ríkisfangs.
Hugsanlega mun helsta arfleifð þessarar tækniþróunar verða hnignun ríkisrekinna skóla. Stéttafélög kennara, lélegir skólar og skyldunám, gríðarlegar stjórnenda yfirbyggingar og yfirþyrmandi skuldir útskrifaðra, sem eru á endanum ósjálfbærar. Ríkisreknir skólar munu óhjákvæmilega kosta of mikið og kenna of lítið gagnlegt, s.s. hefðbundið tungumál, flókna stærðfræði og vísindi, iðnfög og peningastjórnun. Það sem þeir kenna er jafnan skaðlegt og miðstýrt.
Frelsi er ekki mögulegt í samfélagi þar sem fólk er illa menntað, og með innrætt hugmyndir frá stjórnvöldum. Því er gríðarlega mikilvægt að menntun sé aðskilin frá ríkisvaldinu, og sá möguleiki er handan seilingar. Tæknibyltingin og netmenntunarbyltingin, sem enn er að slíta barnsskónum, mun gera lærdóm ódýrari, auðveldari og hagkvæmari, og það sem meira er, ábyrgari. Markaðssinnuð menntun mun framkalla raunverulegar niðurstöður, ólíkt því sem ríkið hefur fært okkur fram að þessu. Við ættum öll að fagna því að verða vitni að hruni menntastofnanna ríkisins.
Öll þessi ánægjulega þróun mun eiga sér stað á sínum eigin hraða, stundum hraðar, líkt og þegar Sovétríkin hrundu, og stundum hægar. Tilefnið til bjartsýni er ærið, að byltingin muni fara fram án þess að hún verði stöðvuð og án ofbeldis.
En margar þessar breytingar hafa þegar hafið innreið sína, og maður hefur það á tilfinningunni að völdin eru að færast frá hinni pólitísku elítu, hægt en örugglega. Ríki og miðstýringarsinnar eru að missa sína stærstu eign; lögmæti.
Það, að lögmæti ríkjanna sé að hverfa sjónum okkar, ætti ekki að koma okkur á óvart. Alveg eins og Mises sýndi óyggjandi fram á að sósíalismi væri óframkvæmanlegur, þá hefur spænski hagfræðingurinn Jesús Huerta de Soto og aðrir, bent á ómöguleika miðstýringar sem samfélagslegs-, lagalegs og pólitísks kerfis. Og líkt og hann bendir á, þá er ekki hægt fræðilega, að réttlæta ríki sem þvingar þegna sína með einokun og valdi. Slíkt ríki fær ekki náð samhæfðum markmiðum sínum, alveg eins og þeir, sem vilja skipuleggja efnahagslífið, geta ekki verðlagt ákveðið magn hveitis (eða hvaða aðra vöru sem er) eða þekkt það magn bifreiða sem á að framleiða. Það magn upplýsinga sem hið alltumlykjandi ríki þyrfti á að halda, er of dreift, of óljóst, breytist of hratt og er of brenglað þegar því er stjórnað af ríkinu, fremur en markaðinum.
Það er ekki frelsi sem er ómögulegt, dömur mínar og herrar. Það er sameignarstefna og sósíalismi. Það er sú hugmynd að ríkið sé jafn stór þáttur lífs okkar, og raun ber vitni; jafnvel sú hugmynd að ríkið sé til yfirhöfuð.
Það skiptir engu máli hvað þið kallið ykkur; íhaldsmenn, frjálshyggjumenn, anarkókapítalista, róttæka eða hvað sem er; þessi skilaboð eru handa ykkur. Allt sem skiptir máli er að þið viðurkennið og samþykkið þá hugmynd að það er ríkið sem er orðið stjórnlaust, jafnvel þó það sé ekki nema á einu sviði, s.s. á sviði fíkniefnalöggjafar eða utanríkismála, við getum sammælst um ítarlegri þætti síðar. Við erum svo langt frá því sem nokkur okkar álítur vera frjálst samfélag að margir þessara hugmyndafræðimerkimiða virðast hjómið eitt, svo ekki sé dýpra í árina tekið.
Murray Rothbard notaðist við frelsislest sem myndlíkingu, sem ég tel að eigi einkar vel við í dag. Reyndar fékk hann hugmyndina lánaða frá Gene Burns, sem var mikill skörungur um árabil á sviði útvarpsmennsku í San Francisco.
Frelsislestarmyndlíkingin til að byggja hreyfingu er mjög einföld; ef þú vilt meira frelsi, gakktu til liðs við okkur. Stígðu um borð í lestina. Þér er velkomið að yfirgefa hana hvenær sem er. Hugsanlega ertu hlynntur 60% hugmynda okkar, hugsanlega 80, 90, eða hvað sem er. Stígðu bara um borð og farðu eins hratt og þú kærir þig um, og þú getur yfirgefið okkur þegar þér hentar. Líkt og ég hef áður sagt, við erum svo langt frá því sem nokkur álítur vera frjálst samfélag, að við ættum varla að hafa áhyggjur af raunverulegu lokamarki okkar. Komum bara lestinni af stað í rétta átt! Ég kann virkilega vel við þessa myndlíkingu, því hún tekur því fram að ramma okkur inn í þrönga kassa.
Að lokum vil ég hvetja ykkur til að tileinka ykkur jákvæða og bjartsýna stefnu til frelsis. Og munið, að við þurfum ekki að sannfæra alla, og jafnvel ekki meirihlutann, um að frelsi sé rétta leiðin. Og við þurfum svo sannarlega ekki að sannfæra andstæðinga okkar. Í dag, rétt eins á nýlendutímanum á tímum byltingarinnar, sitja flestir hjá.
Líkt og útvarpsmaðurinn Herman Cain sagði nýverið við hlustanda; við getum einungis bjargað þeim sem vilja láta bjarga sér. Allt of oft látum við miðstýringarsinnana ramma umræðuna. Allt of oft eru þeir, sem aðhyllast frelsi, skilgreindir af því sem við erum á móti; stjórnvöldum, fremur en því sem við aðhyllumst og leggjum til; frelsi.
Leggjum til frelsi, og vörðum leið bjartsýninnar. Eftir allt saman, þrátt fyrir ríkið og árásir þess, þá lifum við enn frábæru lífi miðað við bókstaflega allar þær manneskjur sem hafa gengið um jörðina, að meðtöldum kongunum og drottningum. Ef við leyfum ríkinu að gera okkur óhamingjusöm eða svartsýn varðandi framtíðina, þá höfum við ekki einungis brugðist börnunum okkar og barnabörnum, held forfeðrum okkar líka.
Bloggar | 14.11.2014 | 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frjálshyggja byggir á lögmálinu um ágengni (e. non-aggression principle), en margir hafa þróað þetta hugtak, s.s. Hoppe, Rothbard, Rand, Mises, Hayek o.fl. Þetta lögmál byggir í raun á öðrum fjórum lögmálum. Þessar reglur eru allar til þess fallnar að koma í veg fyrir átök milli manna vegna takmarkaðra náttúruauðlinda.
1. Lögmál um eignarrétt eigin líkama, en einstakur líkami er augljóslega mjög takmörkuð auðlind, þ.e. einungis eitt eintak er af hverjum. Einstaklingi er frjálst að fara með eigin líkama að vild. Ef einhver vill hafa eitthvað með líkama annars einstaklings að gera, eða segja, er nauðsynlegt að fá samþykki þess einstaklings er um ræðir. Jafnframt væri hægt að spyrja; ef ég á ekki minn líkama, hver væri þá réttmætur eigandi hans? Augljóst er að ef þessi regla væri ekki virt, myndi það leiða til átaka á milli manna.
2. Lögmálið um eignarrétt á ónýttum, takmörkuðum náttúruauðlindum. Allir menn, sem blanda vinnu sinni við eitthvað í náttúrunni, eða eigna sér með annars konar hætti það sem ekki áður hefur verið nýtt, teljast réttmætir eigendur þeirra auðlinda. Hér má spyrja, ef ekki sá fyrsti, sem gerði tilkall sem eigandi, hver þá? Varla sá sem kemur næstur, og heldur ekki þeir í sameiningu. Frávik frá þessari reglu væri uppspretta átaka. Þetta er auðvitað töluvert flóknara, maður sem hefði komið fyrstur að hafinu hefði þannig ekki getað slegið eign sinni á það allt, en látum nánari skoðun ekki þvælast fyrir okkur hér.
3. Lögmálið um eignarrétt á afurðum. Sá sem nýtir vinnu eigin líkama til að framleiða eitthvað úr þeim auðlindum sem hann hefur gert tilkall til, og telst réttmætur eigandi að, verður jafnframt eigandi afurðanna sem af þeirri vinnu allri hlýst, að því gefnu að hann skemmi ekki með háttsemi sinni eigur annarra einstaklinga. Aftur má spyrja, ef ekki sá sem vann verkið, hver þá?
4. Lögmálið um eignaskipti. Eignaskipti, hvort heldur er á takmörkuðu náttúruauðlindunum, eða afurðunum sem hlýst af vinnu manns við þessar auðlindir, geta einungis farið fram með samþykki þeirra tveggja, eða fleiri aðila, sem að viðskiptunum koma. Augljóst er að brot á þessu lögmáli myndu leiða til mikilla átaka.
Kúgun er augljóslega sú háttsemi eins, eða fleiri aðila, til að fá einn, eða fleiri aðila til að gera eitthvað gegn sínum vilja. Ekki er nauðsynlegt fyrir kúgarana að vera meirihluti heildar. Kúgarinn getur verið einn, hann getur verið 10 einstaklingar eða hann getur verið meiri hluti þjóðar, en slík háttsemi er jafnan talin í lagi í lýðræðisþjóðfélögum nútímans. Augljóst er að slík háttsemi er brot á lögmálinu um ágengni.
Þannig er skattheimta ríkis kúgun. Enginn myndi sjálfviljugur afhenda fé sitt einhverjum sem hann þekkir ekki neitt, og veit í raun lítið hvað hann er að fá í staðinn. Ríkið beitir valdi og hótunum (sumir tala um að skattgreiðandinn sé með byssu beint að höfðinu, en það á vissulega ekki við í bókstaflegum skilningi) um refsingu ef ekki sé greitt. Setjum dæmið upp með þeim hætti að ég færi heim til þín, lesandi góður, og heimtaði af þér fé, vegna þess að mig vantaði pening fyrir nauðsynjum. Þú myndir hugsanlega láta féð af hendi sjálfviljugur, en líklegri niðurstaða væri að ég uppskæri hlátursköll. Ég myndi þá hafa í hótunum við þig, segja að ég myndi læsa þig inni, eða beita þig fjársektum. Þú myndir að öllum líkindum hlæja ennþá hærra.
Það skiptir engu máli þó svo að þeir sem banki upp á séu meirihluti einhverrar heildar, sem kallar sig ríki. Kúgunin er sú sama, hvort heldur 1, 10 eða 100.000 manns banka uppá.
Margir benda á að í gildi sé sáttmáli sem við köllum stjórnarskrá. Kannast þú við að hafa kvittað upp á það plagg? Mig rekur ekki minni til þess. Og augljóslega eru ekki allir á eitt sáttir við það, endar var hávær hópur sem vildi umturna þessu plaggi. Hversu gott er það því í raun? Það hefur vissulega komið okkur þangað sem við erum, en hvar hefðum við verið án þess? Værum við mögulega komin lengra?
Við lifum á sósíalískum tímum, þrátt fyrir tilraunir margra til að benda á hið gagnstæða. Auðræðið, sem mörgum vinstri manninum verður tíðrætt um, er enda tilkomið vegna þess sósíalíska peningakerfis sem við búum við. Það er enginn kapítalismi við lýði á vesturlöndum. Reglur ríkja koma í veg fyrir að frjáls markaður fái að sinna hlutverki sínu á markvissan hátt; með því að miðla upplýsingum um hagkerfið. Allar hindranir ríkisvaldsins á miðlun þessara upplýsinga valda því að þær skila sér ekki á rétta staði, samkeppni er hindruð, stór fyrirtæki hafa tangarhald á mörkuðum, enda eru þau stærstu leikendur í valdakerfinu, sem miðar að því að viðhalda óbreyttu ástandi. Þau segjast öll fagna samkeppni, en það er bara í orði, sjaldan á borði. Nærtækt dæmi er auðvitað frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem miðar að því að gera sölu áfengis í verslunum frjálsa. En stóru leikendurnir, SA, Vífilfell og Ölgerðin, eru á móti frumvarpinu með þeim rökum að það taki ekki á markaðshlutanum.
Það er hárrétt sem margir halda fram, að frelsi snúist ekki um að allir geri það sem þeim sýnist. En einstaklingum á að vera frjálst að haga sínu lífi innan marka þeirra lögmála sem ég hef útlistað hér að ofan. Og fari hann eftir þeim, er ekki hægt að halda því fram að hann hagi sér eins og honum sýnist. Hann verður ávallt að gæta að rétti annarra. Slíkt er algjört grundvallaratriði. Menn mega aldrei, með háttsemi sinni, brjóta gegn sömu réttindum annarra. Að því leiðir jafnframt að sú háttsemi, að meina öðrum að haga sér með þeim hætti, sem skaðar í engu neinn, nema mögulega þá sjálfa, er algjört brot á ofangreindum lögmálum.
Bloggar | 13.11.2014 | 05:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skrifaði langa stöðuuppfærslu á smettisskruddu síðuna mína fyrir nokkrum dögum, en hún vakti ekki nógu mikla athygli. Hugsanlega lásu hana þó margir, og viðurkenndu að allt í henni væri satt og rétt og höfðu ekki fyrir því að skilja eftir athugasemd eða like. Ég ætla því að fleygja uppfæslunni hér inni og vona að allir lesi.
Margt hefur verið rætt og ritað um kreppuna. Alþingi lagðist í ritun mikils verks, sem fáir nenna að lesa, en mörgum þykir flott að vitna til í viðleitni sinni til að virka vel að sér. En skýrslan atarna skýrir fátt, og líklega enn minna fyrir leikmanninum, sem ekki er vel að sér í hagfræði. Hún gerir í raun fátt annað en slá ryki í augu fólks og varpa ábyrgðinni af raunverulegum sökudólgi; peningakerfinu! Eins og þeir segja á útlenskunni: "Don´t hate the player, hate the game."
En almenningur lætur glepjast. Sumir telja að stjórnmálamennirnir séu ábyrgir, gjarnan á þeirri forsendu að þeir hefðu átt að sjá hlutina fyrir og koma í veg fyrir þá með fleiri reglum og lögum, ásamt auknu eftirliti. Aðrir gera leikendurna að glæpamönnum, og sumir gerast svo djarfir að saka báða um græsku. Þeir krefjast réttlætis, en vilja ekki horfast í augu við, að í raun er gallinn innbyggður í kerfið. Og átökin sem þetta skapar beinir sjónum fólks frá hinu raunverulega vandamáli og styrkir grundvöll valdhafanna.
Enn aðrir kenna því kerfi, sem er það eina sem getur komið í veg fyrir að slíkur glundroði skapist; frjálshyggjunni, sem ásamt austurríska skólanum í hagfræði hefur lengi bent á gallann, en fyrir daufum eyrum. Það verður ekki komið í veg fyrir gallann með auknum reglugerðum eða auknu eftirliti. Einungis róttæk kerfisbreyting kemur til með að skipta einhverju máli.
Hagfræðiprófessorinn Hans Hermann Hoppe tók frábært dæmi um ástæður þess að þessi villa skuli vera innbyggð í kerfið. Dæmið er svo einfalt að hver sem er ætti að skilja það, ef viðkomandi nennir að lesa það. Ég þýddi dæmið og það fer hér á eftir. Vonandi veitir það þér, lesandi góður, skilning á nauðsyn breytinga og færir þér aukinn áhuga og mikilvægi þess að kynnast frjálshyggju, ásamt austurríska skólanum í hagfræði.
Róbinson Krúsó og Frjádagur lifa saman á eyðieyju. Nú brennur svo við að Frjádagur verður allslaus, hann á ekki mat né nokkuð annað til að verða sér úti um mat. Til þess að bjarga sér, biður hann vin sinn Krúsó, um lán. Krúsó sér aumur á Frjádegi, enda vel birgður, og lánar honum einn fisk. Vopnaður fiskinum, býr Frjádagur sér til net, þ.e. hann neytir fisksins, safnar orku og orkuna notar hann svo til framleiðslu á neti. Takið eftir, að við færslu fjármunanna og framleiðslu netsins í kjölfarið, vex hagkerfið, öfugt við hnignun þess ef fiskurinn hefði einungis verið étinn og ekkert net verið framleitt. Vænta má aukinnar auðlegðar í framtíðinni. Eitthvað var framleitt úr einhverju. Netið notar Frjádagur svo til að veiða fleiri fiska, í þeim tilgangi að nærast og greiða skuld sína, ásamt vöxtum, til baka. Allir hafa grætt og eru nú betur settir en áður. Hagvöxtur hefur orðið.
En gefum okkur nú að sambýlingarnir byggju við sambærilegt peningakerfi og við gerum í dag. Gefum okkur að Róbinson (sem nú verður ríkið), ætli að lána Frjádegi fisk til framleiðslunnar. En Róbinson á engan fisk og tekur því upp á því að búa til ávísun á fisk (peningaseðil). Frjádagur tekur fegins hendi við seðlinum, vongóður um að getið aflað sér lífsviðurværis í framtíðinni. Með vonina að vopni og seðilinn, byrjar hann að sauma sér net, hann ætlar sér að framleiða eitthvað úr einhverju. En brátt verður hann svangur, og það áður en netið er tilbúið. Nú er illt í efni. Hann hefur enga orku til að klára netið og fer því til Róbinson, afhendir honum ávísun á fiskinn og biður um að fá að nærast. En þá koma svikin í ljós. Enginn er fiskurinn og því verður ekkert net og því vex hagkerfið ekki, heldur stendur í stað. Ekkert verður til úr engu. Ekkert hefur breyst, nema hvað Frjádagur er enn svangur. En takið eftir að framleiðsla netsins hófst, hagkerfið tók við sér og byrjaði auðlegðarsöfnunina (við getum kallað það uppgang, eða boom) en um leið og svikin komu í ljós (pappírspeningar ríkisvaldsins eru í raun svik og ekki ávísun á nein raunveruleg verðmæti), sprakk blaðran (Frjádagur varð enn hungraðari, það myndaðist kreppa og hagkerfið leiðrétti sig). Ekkert verður til úr engu.
Þrátt fyrir að skýringin á kreppum sér tiltölulega einföld og frjálshyggjumenn á borð við Mises hafi m.a. séð stóru kreppuna fyrir, neitast menn að horfast í augu við vandamálið. Langt er orðið um liðið frá því að peningar voru teknir af gullfæti og hugsanlega er erfitt að gera þá kröfu að slíkt kerfi verði tekið upp að nýju. En hugmynd Haeyks um frjálsa útgáfu gjaldmiðla er áhugaverð.
Nú eru komnar fram rafmyntir, sem hafa verðmæti á bak við sig, og eru því í raun mun betri gjaldmiðlar heldur en ríkisgjaldmiðlarnir, sem ekkert er á bak við. Engu að síður heyrum við íslenska alþingismenn vara við þessum gjaldmiðlum. Ég vil ekki trúa því að þingmenn séu svo ósvífnir að halda þessari vitleysu að almenningi með ásetningi, og vona svo sannarlega að menn séu bara ekki betur að sér í hagfræðinni. Það virðist a.m.k. jafnan eiga við, og er áverandi í samfélaginu, hve litla þekkingu fólk, jafnvel fólk sem gegnir opinberum trúnaðarstörfum, hefur á fræðunum. Og því miður er allt of lítið af fólki sem treður vitleysu þessa fólks þangað sem hún á heima.
Bloggar | 12.11.2014 | 09:20 (breytt kl. 09:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allir eru sammála um að einokun sé af hinu slæma, en engu að síður finnst fáum nokkuð athugavert við það að ríkið skuli einoka jafnmörg svið þjóðlífsins og raun ber vitni, það gerir jafnvel kröfu um þessa einokun, sérstaklega á sviði heilbrigðis- og menntamála.
Og ekki nóg með að ríkið ákveði framboðshluta þjónustunnar sem það veitir, það ákveður jafnframt hvað rukkað skuli fyrir hana. Og fólki finnst einhvern veginn að svona einokun sé í lagi, því okkur er innrætt, af ríkisreknum menntastofnunum, að ríkið sé gott, jafnvel óskeikult. Og ef eitthvað fari úrskeiðis, sé ríkið best til þess fallið að leysa vandamálið. En það sem flestir gera sér ekki grein fyrir er að kerfið, sem komið hefur verið á fót, víðast hvar með valdi í nafni ríkisins, er uppspretta vandamálsins. Því þykir það nokkuð kyndugt, þegar í sífellu heyrast raddir óma í samfélaginu, sem krefjast þess að ríkið bæti úr vandamálinu sem það skapaði sjálft. Þeir sem helst eru háværastir, virðast álíta að ef einungis rétti mannskapurinn veljist til starfans muni hlutirnir leysast farsællega.
Ekkert gæti verið fjær sanni. Það skiptir engu hver fer með völdin, hvort það er mjög hæfur einstaklingur, hvort hann er auðmjúkur, hvort hann meini vel, jafnvel hvort hann telji sig til hægri eða vinstri.
Ástæðan er sú að þegar hann hefur flækst í vef kerfisins, er hætt við því að hann komi aldrei til með að breyta því svo nokkru nemi. Allar hugmyndir um slíkt mæta harðri andstöðu frá kerfinu sjálfu, og þeim sérhagsmunaöflum sem ráða og hafa hvað mest áhrif á stjórnmálamennina.
Menn geta haft göfugar hugmyndir og háleitar, en um leið og þeir verða hluti af kerfinu, er þeim gert ljóst að í engu verður hvikað og völd verða seint látin af hendi. Ekki bara völdin sem þeir hafa sjálfir, heldur einnig þau völd sem stórir leikendur hafa, s.s. bankar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Og stjórnmálamennirnir ganga jafnvel svo langt í þessari viðleitni sinni, að þeir eru tilbúnir til að reka ríkissjóð með halla og skuldbinda þar með komandi kynslóðir, sem hvorki fengu að njóta þeirra verka sem skuldsett var fyrir, né höfðu þær nokkuð (augljóslega) um málið að segja, svo þeir fái notið þess að sitja á notalegum stólum sínum eitt kjörtímabil í viðbót, með lítil sem engin tengsl við þá sem kusu þá. Því á þeim hraða sem nú er á lækkun skulda ríkissjóðs, verða þær að fullu greiddar eftir einhver 500 ár. Einhverjum þætti slíkt afrek, sér í lagi þeim sem álíta stjórnmálamennina vinna verk sín í þágu almennings. En það er tómur misskilningur, því öll þeirra verk bera kostnað sem einungis einn greiðandi er að; nefnilega umbjóðandinn sjálfur.
'Ríkið er sú hugmynd að allir geti lifað frítt á kostnað annarra'
Nú er svo komið að skuldir ríkisins nema rúmlega 6 milljónum á hvert mannsbarn. Skuldir bæjarfélagsins Reykjanesbæjar og ríkisins nema um 20 milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu bæjarfélagsins. Þetta eru ótrúlegar tölur. Margir telja að þeir komi til með að eiga fullt í fangi með að greiða af eins og einu húsnæðisláni, og endist jafnvel ekki einu sinni ævin til, þó svo að þeir telji að þeir verði jafn gamlir og flestir hinir. En jafnvel þó svo sé komið, að ríkinu, ásamt sveitarfélaginu, hafi tekist að bæta öðru sæmilegu fasteignaláni við uppgjör vísutölufjölskyldunnar, nánast eins og bíræfnir þjófar að hábjörtum degi, er það fyrsta sem fólk hugsar; 'hvernig ætlið þið að bjarga mér?'
Hvarvetna er það innprentað í okkur að faðmur ríkisins sé heitur og mjúkur, alltumlykjandi og eigi að koma okkur til aðstoðar þegar illa árar. En að ætlast til þess og vona, er líkt og að bíða eftir þeim sem kveikti í til að koma og slökkva; algjörlega fráleitt. Ríkið er þannig brennuvargurinn og slökkviliðið.
En hvað er þá til ráða, kann einhver að spyrja, ef við getum ekki leitað á náðir þessara kláru og vel meinandi stjórnmálamanna, sem við höfum kosið í góðri trú? Er ekki hægt að ætlast til þess að þeir beri hagsmuni okkar fyrir brjósti.
Nei! Alls ekki! Einstaklingur hugsar vel um sjálfan sig og eignir sínar, en stjórnmálamenn eru ekkert frábrugðnir öðrum einstaklingum. Þeir eru fáir sem hirða um að sjá um sameign, svo til góðs geti talist. Þannig hugsar stjórnmálamaðurinn einungis hvernig hann skuli bera sig að til að halda völdum/sæti í næstu kosningum. Það þjónar ekki hagsmunum hans að segja nei við stóran eða háværan hóp, nema hvorttveggja sé, jafnvel þó neikvætt svar kæmi til með að þjóna hagsmunum mun fleiri kjósenda hans.
Þannig gerir hávær hópur kröfu til stjórnmálamannsins, að seilast ofan í vasa kjósenda sinna og stela þaðan nokkur hundruð krónum, það munar engum um þær, hugsa menn og fáir nenna að gera neitt veður vegna þessa. En háværi hópurinn gengur sáttur frá borði, og finnst fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hann (hópurinn) eigi tilkall til þessa fjár, með verðbótum og jafnvel hækkandi raunframlögum ár hvert. Frekjan er algjör. Það er líkt og sumir haldi að féð komi úr töfrasprota.
Og segja má að það sé raunin. Því ríkið hefur einokunarvald á útgáfu gjaldmiðla, sem hafa í raun ekkert verðmæti. Og gjaldmiðilinn getur ríkið prentað að vild (auðvitað eru því takmörk sett, líkt og dæmin sanna), því stundum eru skattahækkanir ekki vinsælar, þó svo að til séu margir sem telja að skattleggja ætti hér allt í drep, en virðast ekki átta sig á, að þeim er fullfrjálst að gefa 90% launa sinna til ríkisins, líkt og góðhjartaði forsetinn í Suður-Ameríku. En líklega verður þess lengi að bíða, því ólíkt rausnarlega, vinstri sinnaða valdsmanninum, hafa skoðanabræður hans hér heima, og raunar fleiri (því í raun eru þetta allt bölvaðir sósíalistar, líkt og sagt var einu sinni í Sviss forðum) mestan áhuga á að eyða fjármunum annarra, en eru fastheldnir á sitt eigið.
Og með pappír og bleki má framkalla töfra og óminni í einhvern tíma, en svo brennur við að koma þarf að skuldadögum. Því pappírinn, sem seðlarnir eru prentaðir á eru ekki mikils virði, og þá staðreynd virðist kerfið okkar þekkja mæta vel, og raunar mun betur en flestir. Því þegar stjórnmálamennirnir góðhjörtuðu hafa, af sinni einskæru góðmennsku og gjafmildi, prentað vel handa okkur, því okkur þóttu kjörin ekki 'mannsæmandi', er líkt og hagveran hafi fengið nóg og vilji helst æla og skila þannig því sem lagt hafði verið til hennar í allra bestu trú. En hún ein veit, að ekkert verður smíðað úr engu. Það þarf raunveruleg verðmæti til að búa til, og gera enn meira af raunverulegum verðmætum. Því er eins og fylleríið standi í sjö ár og timburmennirnir, með tilheyrandi ælu (minnkun á peningamagni, sem einkennir kreppur), í önnur sjö. Og þegar partýið hefst á ný, er það gamla okkur öllum löngu gleymt.
Væri ekki nær að horfa í aðra átt en til brennuvargsins eftir vatni? Er ekki kominn tími á nýja nálgun, án ríkis, sem gerir í raun fátt annað en að skapa vandamál, sem þegnarnir fara svo fram á að séu leyst, svo fjármálaöflin, bankarnir og lánastofnanirnar sem, þrátt fyrir að hafa rétt til að búa til peninga úr engu með góðfúslegu leyfi frá valdhöfunum, sem krefja þá sem vilja komast í snertingu við töfrasprotann um litlar 1000 milljónir fyrir þátttöku í töfrasýningunni, geta orðið gjaldþrota, líkt og stærsti hluti hins vestræna heims fékk að upplifa, þrátt fyrir þá meinloku sumra að sýningin sú hefði einungis verið sett upp hér á landi.
Það þýðir ekki að hatast við leikendur sýningarinnar, né er til nokkurs að vera gramur út í þá sem sköpuðu kerfið, eða þá sem viðhalda því. Þó svo að auðvitað beri að bregðast við lögbrotum, er engum greiði gerður með ofsóknum eða nornaveiðum. Hugsanlegt er, að þrátt fyrir gjörvuleika stjórnendanna, hafi sýningin verið illa sett upp, af óviðráðanlegum ástæðum. En það er aldrei of seint að snúa við og feta nýja braut. Leið sem margir virðast óttast, en hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Leið hins frjálsa manns og hins frjálsa markaðar, því lausnarorðið er, jú, eftir allt saman; frelsi!
Bloggar | 11.11.2014 | 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...áfengis er einstaklingsfrelsi! Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur fram frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Nokkur umræða hefur orðið um þetta mál, og m.a. hélt Heimdallur málþing um málið á dögunum.
Róbert H. Haraldsson, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritar grein á vef foreldrasamtakanna, þar sem hann andmælir þessum hugmyndum. Róbert segir að gera verði greinarmun á verslunarfrelsi, annars vegar, og einstaklingsfrelsi, hins vegar. Róbert telur jafnframt að fylgjendur tillögunnar hafi ekki sýnt fram á að núverandi skipan áfengissölu hérlendis feli í sér skerðingu á einstaklingsfrelsi. Þeir gefa sér einfaldlega að áfengisstefna okkar byggist á gamaldags forræðishyggju. En þeirri spurningu er látið ósvarað hver frelsiskerðingin sé.
Róbert segir réttilega að einstaklingsfrelsi byggist á óskoruðum rétti einstaklings til að gera hvað sem honum sýnist svo lengi sem það varðar hann einan, eða fyrst og fremst hann einan. Slíkt frelsi felur óhjákvæmilega í sér rétt fullveðja einstaklings til að valda sjálfum sér skaða svo lengi sem hann eða hún skaðar ekki réttmæta hagsmuni annarra, án samþykkis þeirra [...]. Verslunarfrelsi getur aldrei byggst á þessari réttlætingu vegna þess að verslun, sem félagsleg athöfn, varðar hagsmuni annarra og samfélagsins alls.
Hvaða hagsmunir eru það sem eru í húfi fyrir almenning þegar ég fer út í búð og kaupi mér mjólk? Eru ríkari hagsmunir í húfi fyrir samfélagið þegar varan er önnur, t.d. áfengi? Auðvitað ekki. Hver og einn er ábyrgur gagnvart gjörðum sínum, hver selur honum áfengið breytir engu til um breytni hans í kjölfar sölunnar.
Hvaða félagslega athöfn er fólgin í verslun og hvað þýðir það að eitthvað sé félagsleg athöfn? Er nægjanlegt að segja að eitthvað sé félagsleg athöfn, og þá séu komin rök fyrir frelsisskerðingu? Hvernig er það félagslega athöfn ef ég skipti á verðmætum við aðra manneskju? Með hugmyndum Róberts mætti setja víðtækar skorður. Jóa langar að selja sykraðan gosdrykk til Hannesar. En Róbert segir að slíkt sé félagsleg athöfn og drykkurinn sé skaðlegur, því megi Jói ekki selja Hannesi drykkinn, og Hannes að sama skapi ekki kaupa hann af Jóa. Hér hefur Róbert augljóslega brotið á einstaklingsfrelsi beggja, eins og hann skilgreinir frelsið. Ekki er hægt að koma með réttlætingu eftir á og kalla athöfnina einhverjum nöfnum í þvi skyni að skerða frelsi þessara tveggja einstaklinga. Athöfn þeirra kemur öðrum ekkert við. Sömu rök hljóta að gilda um sölu áfengis. Báðir einstaklingar hafa, og eiga að hafa, óskoraðan rétt til að gera hvað sem þeim sýnist svo lengi sem það varðar þá eina. Slíkt frelsi felur óhjákvæmilega í sér rétt fullveðja einstaklinga til að valda sjálfum sér skaða svo lengi sem þeir skaði ekki réttmæta hagsmuni annarra. Ekki verður séð að viðskipti Jóa og Hannesar skaði réttmæta hagsmuni annarra, nema síður sé. Færa má fyrir því rök að þau komi öðrum til góða.
Róbert talar um frjálslynd samfélög, en frjálslyndi í hugum frjálslyndra hefur ekkert með frelsi að gera. Þeir finnst að einungis eigi að vera frelsi um þau mál sem eru þeim þóknanleg. Þeir vilja t.d. setja frelsi einstaklings, sem hefur hug á að dansa nakinn fyrir framan aðra, skorður. Frelsi þýðir að maður verður að umbera rétt annarra til að gera það sem þeir vilja, ekki einungis að umbera það sem manni sjálfum þykir þóknanlegt. Það væri lítið frelsii falið í því. Frjálslyndir hafa fyrir löngu afbakað orðið og búa svo til frelsisflokka til að setja hugmyndum sínum um frelsi skorður.
Róbert myndi örugglega mótmæli því ef ég bannaði honum að versla kál nema milli miðnættis og átta á morgnana. Róbert vill hafa óskoraðan rétt til að versla kál þegar honum sýnist. En ef ég og Jói sameinuðumst um að banna Róberti um að kaupa kál nema á ákveðnum tíma, myndi málið horfa öðruvísi við Róberti? Auðvitað ekki. Róbert myndi heldur ekki kippa sér upp við það ef ég bætti Hannesi í hópinn. En Róbert virðist telja að ég geti fengið helminginn af kosningabærum mönnum, á ákveðnum stað og tíma, í lið með mér, og að þá megi ég setja honum þessar skorður, af því að verslun sé félagsleg athöfn. Það eru svo örugglega til einhverjar rannsóknir sem sýna að kál, úðað skordýraeitri, sé óhollt.
Róbert segir að sala áfengis sé ,,samfélagslegt úrlausnarefni." Ég spyr þá Róbert á móti hvort það sé einhversstaðar meitlað í stein? Róbert heldur áfram og segir að gera megi þá kröfu ,,til neytenda að þeir leggi á sig lítilsháttar efiði við kaup á vörum sem geta verið skaðlegar. Þetta gildir t.d. um skotvopn, eiturefni ýmisleg, lyf og líka áfengi." En munurinn á öllum vörunum sem Róbert telur upp og áfengi, er sá að einkaðilum er heimilt að selja allar vörurnar nema áfengið, en um það snýst einmitt breytingin. (Auðvitað ætti öllum að vera frjálst að versla með hinar vörurnar, en það er annað mál). Hún snýst ekki endilega um auka aðgengið, heldur að markaðurinn stjórni því sem hann er fullfær um að ráða við; hverjir fá að versla með áfengi og á hvaða stað. Staðsetning útstölustaða áfengis á ekki að vera á hendi stjórnmálamanna. Og auðvitað ætti ég að geta verslað mér áfengi á þeim tímum sem mér og áfengissalanum semst um, en ekki þeim tímum sem einokunarsölunni þykja þóknanlegir, þó svo að núverandi frumvarp feli þá breytingu raunar ekki í sér.
Það er rétt sem Róbert segir, að áfengi getur skaðað aðra en einungis neytandann. En flestir ráða við sína áfengisneyslu og skaða ekki aðra. Afhverju þarf verslun með áfengi að lúta einhverjum sérstökum lögmálum fyrir þá? Afhverju eiga þeir að þurfa lúta lögmálum, sem eiga að koma í veg fyrir neyslu, þeirra sem skaða aðra með neyslu sinni? Núverandi fyrirkomulag kemur alls ekki í veg fyrir að hinir ólánsömu, sem ráða illa við sína neyslu, skaði aðra. Því skiptir þessi röksemdarfærsla Róberts engu máli.
Róbert heldur áfram og veltir upp þeim viðbrögum sem ,,sölumaður fengi sem vildi nú um stundir kynna nýjan svaladrykk á markaði sem valdið gæti 200 líkamskvillum og sjúkdómum, yki verulega líkur á heimilisofbeldi og misnotkun, og kæmi iðulega við sögu í morðum, limlestingum, hvers kyns smáglæpum og banaslysum í umferðinni. Slíkur drykkur er ekki venjuleg vara."
Þetta er allþekkt, en einkar hæpin röksemdarfærsla hjá Róberti. Þó svo að menn séu undir áhrifum áfengis þegar þeir beita menn ofbeldi, þá þýðir það ekki að áfengið sé ábyrgt fyrir gjörðum þeirra. Byssan er ekki ábyrg fyrir dauða manna, heldur sá sem tekur í gikkinn. Einstaklingur sem kann illa með áfengi að fara er ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Hvar það er selt, breytir engu um neyslu hans. Bann við fíkniefnum kemur ekki í veg fyrir að fólk neyti þeirra og valdi öðrum skaða undir áhrifum þeirra. Bann og hvers kyns takmörkun færir neysluna einungis undir yfirborðið, þar sem neyslan er fordæmd, og fælir neytendur enn fremur frá því að leita sér aðstoðar við sjúkdóminum sem hrjáir viðkomandi. Sjúkdómar annarra eiga ekki að hafa með það að gera hvar ég og Jói semjum okkar á milli að eiga viðskipti með áfengi. Áfengi er eins og hver önnur vara, þó svo að þú verðir fyrir áhrifum, og þó svo að Róbert vilji reyna að setja það í einhvern annan flokk. Bifreiðar valda öðrum ómældu tjóni, en við setjum viðskiptum með þær ekki skorður.
Bloggar | 18.9.2014 | 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvær fréttir birtust nýverið sem vekja upp spurningar um rétt eigenda til ráðstöfunnar eigna sinna. Önnur fréttin var í Fréttablaðinu og sagði frá eigendum fasteignar sem varð fyrir skemmdum vegna hitaveiturörs, sem sprakk fyrir fjórum árum. Húsið hefur staðið autt síðan, en ekki fæst leyfi til að rífa það. Minjastofnun, ein af mörgum óþarfa stofnunum sem rekin er á kostnað skattgreiðenda, hefur blessunarlega lýst því yfir að húsið sé ónýtt og aflétt friðun sem var á húsinu. Þrátt fyrir það beitir borgin valdi sínu og meinar eigendum að ráðstafa eignum sínum að vild. Byggingarfulltrúi segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanlega ákvörðun verður tekin um niðurrif þess.
Það er nefnilega einmitt það. Þetta eru skelfilega kvaðir sem settar eru á eigendur þessarar fasteignar. Ekki er hægt að hafa tekjur af fasteigninni og einungis hlýst kostnaður af henni á meðan. Hvernig er hægt að tala um að menn eigi nokkurn skapaðan hlut, þegar þeir mega ekki ráðstafa þessum eignum að vild, heldur þurfa að bíða í rúm fjögur ár eftir að fá að rífa ónýtt hús? Hver á að borga eigandanum tekjumissinn sem hlýst af seinaganginum hjá borgarstarfsmönnum? Og afhverju þarf að fara fram annað mat? Er Minjastofnun ekki starfi sínu vaxin og til þess bær að taka þessa ákvörðun? Ætti þetta ekki að vera mat eigenda?
Fyrirsögn næstu fréttar, Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað, vakti athygli. Þar voru á ferð lögregla og starfsmenn ríkisskattstjóra. Fyrir hverjum var þeim eiginlega lokað? Fá eigendur ekki aðgang að eignum sínum? Er þeim ekki frjálst að ráðstafa eignum sínum að vild nema með góðfúslegu leyfi yfirvalda? Slíkar leyfisveitingar eru valdbeiting og kúgun af verstu sort, og einungis til þess fallnar að halda einstaklingum frá því að reyna að afla sér aukatekna. Greiða þarf fyrir leyfin, uppfylla þarf kvaðir og skilyrði yfirvalda og standa í skriffinnsku sem veldur kostnaði fyrir hlutaðeigandi.
Auðvitað kemur yfirvöldum ekkert við hvernig fólk ráðstafar eignum sínum. Innheimta skatta af fasteignum og tekjum sem hljótast af þeim eru ekkert annað en kúgun og valdbeiting. Sá sem þarf að greiða þá, uppfylla aðrar kröfur og fara eftir fyrirmælum yfirvalda, sem kemur í veg fyrir réttmæta notkun eigna sinna, getur vart talist eigandi að þeim, í besta falli er hann leigjandi. Ef hann greiðir ekki umsamin gjöld og fer ekki eftir fyrirmælum yfirvalda, er beitt valdi sem getur jafnvel gengi svo langt að eigur eru teknar af fólki.
Afhverju má fólk, oft ungt og eignalítið, ekki hjálpa til við eignasöfnun sína með því að leigja fasteignir sínar til ferðamanna, án afskipta skattyfirvalda?
Bloggar | 18.9.2014 | 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Katrín Jakobsdóttir fer mikinn í gagnrýni sinni á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, og segir glitta í dólgafrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Ég get ekki varist því, sem eindreginn frjálshyggjumaður, að ég varð hvumsa við þessi orð Katrínar. Ég get ekki fallist á söguskoðun vinstri manna, um að hér hafi frjálshyggja ráðið lögum og lofum, árin fyrir hrun, og átt sinn þátt í gjaldþroti íslensku bankanna. Þvert á móti, hér var ekki nógu mikil frjálshyggja.
En svo datt mér það snjallræði í hug að fletta orðinu dólgur upp í orðabók, vitandi það að Katrín Jakobsdóttir er með BA í íslensku. Í raun er fátt merkilegt um það að segja, en fyrir neðan kom í ljós að orðið er notað sem forliður samsetninga um yfirborðslegar kenningar,, s.s. dólgamarxismi, en það er einmitt eitt af þeim dæmum sem notað er í minni bók. Þetta vissi Katrín, en líklega ekki margir aðrir, sem, líkt og ég til að byrja með, hneyksluðust á ummælum Katrínar. Og þetta get ég alveg tekið undir. Sjálfstæðisflokkurinn stundaði dólga-, eða yfirborðskennda, frjálshyggju, á árunum fyrir hrun. Ég myndi kalla það pilsfaldakapítalisma, en innlegg Katrínar er gott, sérstaklega í ljósi þess að henni tókst að hrista upp í frjálshyggjumönnum.
Ég er ánægður með að Katrín skuli ekki hafa fallið í þann forarpytt að notast við ónefnið nýfrjálshyggja. Sjálfir vita frjálshyggjumenn ekki um neina gamla, og voru aldrei látnir vita að hún hefði gengið í einhverja endurnýjun lífdaga. Boðskapurinn er skýr, og hefur lítið breyst frá dögum Adam Smith; laizzez faire, eða látið markaðinn vera. Vissulega hafa menn skrifað og rætt um hvað frjálshyggja sé, og hvað teljist til frjálshyggju, á þessum rúmu 200 árum sem liðin eru, og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Sumir telja það til frjálshyggju að loka landamærum, á meðan aðrir vilja leggja niður allt landamæraeftirlit. En eitt er þó skýrt, eitthvað sem allir frjálshyggjumenn eru sammála um. Þeir vilja veg einstaklingsins sem mestan, en ríkisins sem minnstan. Það er engin regla um hvert jafnvægið þarna á milli eigi að vera, en þó eru flestir sammála um að flest ríki heimsins taki til sín of stóran hluta af þjóðarframleiðslunni. Á árunum fyrir hrun óx hluti ríkisins í þjóðarframleiðslunni, og frjálshyggjumenn munu seint kvitta undir að einhver frjálshyggja felist í því, hvorki gömul né ný.
Ég vona svo auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn láti af dólgafrjálshyggjunni, og taki upp eindregna og staðfasta frjálshyggju, en ég veit að það er fjarlægur draumur. Frjálshyggja er róttækt kerfi, en Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsflokkur sem vill ekki of miklar breytingar. Í raun má færa fyrir því rök að allir stjórnmálaflokkarnir vilji standa vörð um óbreytt kerfi, en það er efni í annan pistil.
Bloggar | 16.9.2014 | 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 15.9.2014 | 18:12 (breytt kl. 18:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jörðin og allar óæðri skepnur [eru] sameign allra manna...[.] Hvaðeina sem hann [maðurinn] hefur fært úr skauti náttúrunnar hefur hann blandað með vinnu sinni og bætt við það nokkru sem hann á með réttu og þar með gert það að eign sinni. Með því að hafa fært eitthvað úr því ástandi sem náttúran skildi við það í, hefur hann með vinnu sinni bætt við það nokkru sem afnemur sameign annarra á því.[1]
Nýverið var kosið til stjórnlagaþings, en svo virðist sem eitt tiltekið mál hafi verið fyrirferðarmeira meðal frambjóðenda, og þeirra sem hlutu kjörgengi, heldur en önnur mál; Auðlindir í þjóðareign. Því miður eru allmargir sem gera sér ekki grein fyrir hvað þessi málflutningur þýðir, og þá er enn meira miður, að líklegt er að fjölmargir þeirra voru bæði meðal frambjóðenda, og þeirra sem völdust á þingið. Svo virðist sem kvótakerfið fari helst fyrir brjóstið á almenningi. Svo er að skilja að fólk haldi að það hafi tapað einhverju sem það átti ekki áður, öðrum hafi verið gefin verðmæti sem voru sameiginleg eign áður. Takið eftir því að John Locke viðurkennir að jörðin var gefin manninum til sameignar. Það er svo ekki fyrr en maðurinn hefur blandað vinnu sinni við náttúrunnar gæði, að þau verða hans eign.
Ekki voru aðrir órétti beittir við það að lagt var eignarhald á landskika með jarðarbótum, því nóg var eftir af jafn góðu landi handa öðrum og raunar meira en þeir sem ekkert höfðu gátu haft not af. Svo að í reynd var engu minna eftir handa öðrum, því sá sem skilur jafn mikið eftir og aðrir geta haft not af tekur svo sem ekkert frá þeim. Enginn getur talið að sér sé neinn skaði eða óréttur gerður þótt annar drekki af vatni, og drekki jafnvel drjúgt, hafi hann eftir sem áður heila elfi af því sama vatni til að svala þorsta sínum. Og þar sem nóg er af hvoru tveggja, þar gildir það sama um landskika og vatnssopa.[2]
Ljóst er að erfitt væri fyrir einhvern að arka upp í sveit og ætla sér að slá eign sinni á landskika nú á tímum, en það er aukaatriði. Locke benti á það í bók sinni að lítið sem ekkert væri eftir af jarðnæði í heimalandi, en meira en nóg væri til í Ameríku, sem þá var tiltölulega nýnumin. Fólk þar væri engu að síður fátækara. Þetta gildir enn í dag, því erum við ekki jafnan þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi, í stað lands sem hefur landbúnað sem sinn helsta atvinnuveg, s.s. Úganda?[3] Þetta er augljóst með orðum Lockes:
[S]á sem slær eign sinni á land með vinnu sinni, minnkar ekki heldur eykur sameiginleg föng mannkyns, því sá afrakstur sem fæst af einni ekru afgirts ræktarlands og gagnast mönnum til viðurværis er svo ég dragi nú heldur úr en ýki tíu sinnum meiri en sá afrakstur sem fæst af ekru jafn góðs lands sem liggur ósáð í almenningi.[4]
Þó svo allar jarðir á Íslandi séu löngu numdar dettur engum í hug að gera tilkall til þeirra, nema réttmætum eigendum þeirra. Þó er ljóst að þeir sem þær námu í upphafi greiddu ekkert fyrir þær. En við vitum nú að það skiptir engu máli. Landbúnaður nemur ekki nema 1,4%[5] af landsframleiðslu, svo ljóst er að þó svo að allar jarðir séu uppteknar er okkur enginn óleikur gerður. Nóg er af tækifærum fyrir allar sem fæðast á Íslandi.
Það sama gildir í sjávarútvegi, en eignarréttinum var bara ekki komið á fyrr en 1.000 árum síðar hér á landi sökum augljóss vandamáls, hafið verður ekki girt svo glatt af. Hafið lýtur hins vegar nákvæmlega sömu lögmálum og jarðnæði, um takmarkaða auðlind er að ræða. Því er nauðsynlegt að hefta sóknina, líkt og bóndi girðir af jörð sína til að marka sína eign og koma í veg fyrir ofbeit. Kvótinn var því gefinn þeim sem höfðu fjárfest í sjávarútvegi (bátum og skipum), því þeir áttu mestra hagsmuna að gæta. Landið var líka gefið þeim sem fyrstir voru til að slá eign sinni á það með vinnu sinni. Eigendur útvegsfyrirtækjanna höfðu í raun numið hafið, líkt og forfeður okkar forðum höfðu numið landið, bara án girðingarstauranna. Því veiddu allir þeir sem vildu veiða, og höfðu bolmagn til að fjárfesta í skipum og veiðarfærum. Allt eins mætti hugsa sér jarðirnar sem óafgirtar, menn þyrftu einungis að fjárfesta í plóg til að sá í þær. Hugmyndin um gjöf, eða rán, er því fráleit. Engu var stolið frá þér, því engu er hægt að stela sem þú átt ekki. Og þú átt ekkert nema þú hafir blandað það með vinnu þinni (fjárfest í því með fjármagni þínu í tilfelli sjávarútvegarins).
Nú er svo komið að landbúnaður á Íslandi er stærsti, einstaki styrkþegi ríkissjóðs, en árið 2009 var rétt rúmlega 15.000 milljónum veitt úr ríkissjóði til handa bændum.[6] Sjávarútvegur var næst stærsti styrkþegi ríkissjóðs áður en kvótakerfið var tekið upp. Árið 1979 var tæplega 343.000 milljónum veitt til landbúnaðarmála, á núgildandi verðlagi, en 58.000 milljónum var varið til sjávarútvegs.[7] Árið 2009 var um 1.500 milljónum varið til sjávarútvegsmála. En það er einungis ein hlið peningsins, því þrátt fyrir mikla lækkun á útgjöldum ríkissjóðs til sjávarútvegsmála, hefur þróun fyrirtækja á þessu sama tímabili algjörlega snúist við, þau eru nú rekin með hagnaði í stað taps áður. Þau eru ekki lengur byrði á sameiginlegum sjóðum almennings, heldur skila þjóðinni miklum gjaldeyri, ásamt því sem þau greiða skatta af hagnaði sínum til ríkissjóðs.
Orðið auðlind er samansett úr tveimur stofnum, orðinu auður annars vegar, og lind hins vegar. Í hugum flestra er verið að ræða um fiskistofnana okkar sem auðlind, ásamt orkulindum okkar, þegar kemur að umræðunni um auðlindir í þjóðareigu; svo virðist sem fæstum detti í hug að jarðir bændanna séu auðlindir. Það eru þær þó vissulega, þrátt fyrir að gefa ekki af sér mikinn auð. Það er því eitthvað við orðið auðlind sem vekur upp hugsun hjá okkur um lind peninga sem ekkert þurfi að gera nema að dæla upp úr. Sú er þó ekki raunin, það er mikil vinna og fjárfesting sem liggur að baki hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi.
Sú var tíðin að uppi voru hugmyndir um að skattleggja bændur. Bandaríski rithöfundurinn Henry George setti fram þá hugmynd að skattleggja jarðnæði, gera rentuna upptæka. Rentan er sá náttúrlegi ábati, sem er af auðlindinni, en ekki skapaður af mönnum. Með orðum Hannesar H. Gissurarsonar:[9]
[H]ugs[um] okkur tvær jafnstórar jarðir hlið við hlið. Önnur [er] kostarýr, svo að bóndinn á henni geri[r] ekki meira en að afla lágmarkstekna bænda (hvernig sem þær eru skilgreindar). Hin jörðin [er] frjósöm , svo að bóndinn þar safn[ar] digrum sjóðum. Það, sem skilur, er jarðrentan. Betri jörðin gefur af sér meiri rentu.
Fáum dettur í hug að skattleggja bændur með þessum hætti í dag. Enda líklega ekki mikið til að skattleggja hjá þeim sem þiggja jafnmikið úr sameiginlegum sjóðum og raun ber vitni. En það er önnur ástæða fyrir því en sú að skattstofninn sé ekki til staðar, því það er hann vissulega í tilfelli sjávarútvegarins[9]; það er Pareto-óhagkvæmt.
Ókeypis úthlutun framseljanlegs og varanlegs kvóta eftir veiðireynslu, eins og varð fyrir valinu á Íslandi, er Pareto-hagkvæm, líkt og Hannes bendir ennfremur á, á vefsíðu sinni:[10]
-Þeir útgerðarmenn, sem héldu kvótum sínum og keyptu sér viðbótarkvóta, græddu.
-Þeir útgerðarmenn, sem seldu kvóta sína og héldu í land, græddu.
-Almenningur græddi óbeint á blómlegri atvinnuvegi og meira fjármagni.
-Ríkið græddi talsvert á bættri afkomu útgerðarfyrirtækja.
Auðlindaskattur hefði hins vegar verið Pareto-óhagkvæmur:
-Þeir útgerðarmenn, sem hefðu getað greitt skattinn (keypt kvóta af ríkinu), hefðu hvorki grætt né töpuðu; þeir hefðu greitt til ríkisins sömu upphæðir og þeir höfðu áður eytt í fjárfestingar.
-Þeir útgerðarmenn, sem hefðu ekki getað greitt skattinn og þess vegna orðið að hætta veiðum, hefðu tapað. Fjárfestingar þeirra hefðu orðið einskis virði með einu pennastriki.
-Ríkið hefði grætt mjög mikið, að minnsta kosti til skamms tíma, á hinum nýja tekjustofni.
-Deila má um, hvort almenningur hefði grætt mikið eða lítið eða jafnvel tapað, því að það er ekki nauðsynlega almenningi í hag, að atvinnustjórnmálamenn þeir, sem fara með ríkisvaldið og næmastir eru fyrir kröfum háværra, fámennra hagsmunahópa, hreppi aukna tekjustofna. Viljum við auka vald þeirra?
[1] John Locke: Ritgerð um ríkisvald, 67.-68. bls.
[2] S.r. 72. bls.
[3] Landbúnaður var stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar þangað til árið 2007, að þjónustugeirinn varð sá stærsti. Landbúnaður nam engu að síður um 52% af landsframleiðslu. Kaffi er stærsta einstaka útflutningsvara landsins, en engu að síður er það einnig næst stærsti útflutningsaðili sætra kartaflna.
[4] John Locke: Ritgerð um ríkisvald, 76. bls.
[5] Vefur Hagstofu Íslands, hagstofa.is
[6] S.h.
[7] S.h.
[8] Hannes H. Gissurarson: Áhrif skattahækkana á hagvöst og lífskjör, 133. bls.
[9] Því var þó ekki að heilsa fyrir daga kvótakerfisins, en þá voru líklega fáir aflögufærir sem höfðu lífsviðurværi sitt af greininni. Hvernig átti því að leggja aukinn skatt á grein sem rekin var með tapi? Hvernig gætum við hugsað okkur aukna skattheimtu á bændur? Með auknum ríkisútgjöldum?
[10] Sömu rök er að finna í ofangreindri bók hans á 136. bls.
Bloggar | 30.12.2010 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)